Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu

Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/GSH

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, var harðorður í garð breskra stjórn­valda á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag. Sagði hann að bresk stjórn­völd hefðu með valdníðslu kné­sett stærsta fyr­ir­tæki Íslend­inga í vik­unni og Ísland hljóti að skoða það í fullri al­vöru að leita rétt­ar síns vegna þessa.

Geir sagði að fram­ganga Breta í vik­unni hefði verið full­kom­lega ófor­svar­an­leg þótt eðli­legt sé að ríki reyni að verja hags­muni sína.

„Ég ætla ekki að reyna að leyna undr­un minni og von­brigðum þegar í ljós kom að breska ríkið hefði beitt lög­um um varn­ir gegn hryðju­verk­um gegn ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um þar í landi. Reynd­ar lög­um, sem voru mjög um­deild þegar þau voru sett vegna þess að menn óttuðust að gripið yrði til þeirra af öðru til­efni en til varn­ar hryðju­verk­um. Má vera, að nú hafi komið í ljós, að nokkuð var til í þeirri gagn­rýni.

Þess­ar aðgerðir ásamt yf­ir­lýs­ing­um breska for­sæt­is­ráðherr­ans, sem ég hef raun­ar átt prýðileg sam­skipti við, yf­ir­lýs­ing­ar hans um van­skil og hugs­an­legt þjóðar­gjaldþrot Íslend­inga, má í raun túlka sem aðför að hags­mun­um ís­lensku þjóðar­inn­ar þegar horft er til þess afls­mun­ar, sem er á þess­um tveim­ur ríkj­um," sagði Geir.

Hann bætti við, að þótt breska rík­is­stjórn­in hafi talið sig eiga rétt á hend­ur ís­lenska rík­inu vegna ábyrgðar og upp­gjörs á ein­hverj­um banka­reikn­ing­um þá hafi aðgerðir breskra ráðamanna verið full­kom­lega úr öllu sam­hengi.

„Við hvorki get­um né mun­um, Íslend­ing­ar, sætta okk­ur við það, að vera flokkaðir sem hryðju­verka­menn af hálfu breska rík­is­ins. Ég spurði breska fjár­málaráðherr­ann í sam­tali hvort þeim væri al­vara með þessu sæmd­ar­heiti, sem þeir hefðu valið okk­ur, og hann kvað það nú ekki vera. En að ganga svona fram gagn­vart lít­illi vinaþjóð á erfiðum tím­um er hvorki sæm­andi né siðlegt," sagði Geir.

Hann sagði að eft­ir skýr og af­drátt­ar­laus mót­mæli Íslend­inga hefðu bresk stjórn­völd dregið nokkuð í land og unnið væri að því að koma sam­skipt­um ríkj­anna í eðli­legt horf.  

„En eft­ir stend­ur, að bresk yf­ir­völd hafa hugs­an­lega valdið gríðar­miklu tjóni með þessu rudda­lega fram­ferði, meðal ann­ars að hafa með  valdníðslu kné­sett stærsta fyr­ir­tæki Íslend­inga í vik­unni. Við hljót­um að skoða það í fullri al­vöru að leita rétt­ar okk­ar vegna þess­ara mis­gjörða," sagði Geir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert