Ábyrgjumst 600 milljarða

Icesave reikningur Landsbankans.
Icesave reikningur Landsbankans. Retuers

Ábyrgð Íslands á greiðslum til eigenda Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi kostar samtals fjóra milljarða evra eða rúma 600 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun breska ríkið lána því íslenska allt að þrjá milljarða evra, 450 milljarða króna, til að það geti staðið við skuldbindingar sínar. Bretar munu síðan gera upp við þá sem áttu innistæður á reikningunum. Skrifað verður undir samning þess efnis á allra næstu dögum.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra gekk á laugardag frá sams konar samkomulagi við hollensk stjórnvöld þar sem hollenska ríkið veitir Íslandi lán sem gæti numið 1,1 milljarði evra eða um 165 milljörðum króna.

Upphæðirnar miðast við hámark þess sem íslenska ríkið gæti þurft að greiða vegna Icesave-reikninganna, 20.887 evrur fyrir hvern reikning. Heildarupphæðin lækkar síðan í takt við hversu mikið tekst að selja af eignum Landsbankans.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir þessa lausn óumflýjanlega. Um sé að ræða þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Íslendingar hafi þurft að semja um. Hann er vongóður um að sala á eignum Landsbankans dugi til að greiða alla upphæðina. „Hagfræðingar okkar telja að eignir bankans mæti þessu að mestu og því mun líklega nást upp í megnið af þessum skyldum því innistæðurnar eru forgangskröfur.“ Óljóst sé hvað falli á ríkið, flest bendi til að það verði ekki háar upphæðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert