Viðræður við fulltrúa fjármálaráðuneytis Rússa hófust í Moskvu kl. 12 að staðartíma í dag (kl. 8 að íslenskum tíma) um 4 milljarða evra lán til Íslendinga. Ekki hefur verið upplýst hverjir sitja í íslensku viðræðunefndinni en þar eru embættismenn frá seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu auk sendiherra Íslands í Moskvu.
Í tilkynningu frá Seðlabankanum í síðustu viku að lánið yrði til 3-4 ára og vextir yrðu 30-50 punkta yfir líborvöxtum. Reutersfréttastofan hefur hins vegar eftir rússneskum embættismönnum, að ekkert sé umsamið og viðræður séu á frumstigi.
Fjármálaráðuneyti Rússlands segir, að á fyrsta fundinum muni Íslendingar leggja fram sínar óskir og ef samkomulag náðist muni önnur viðræðulota væntanlega fara fram milli háttsettari embættismanna.