Allir eru sekir

Gauti Kristmannsson.
Gauti Kristmannsson. mbl.is/Frikki

Gauti Krist­manns­son, dós­ent í þýðinga­fræði við Há­skóla Íslands, hef­ur skrifað grein sem er birt á vef New York Times í dag und­ir yf­ir­skrift­inni „The Ice Storm". Dreg­in er upp mynd af því ástandi sem Íslend­ing­ar standa frammi fyr­ir í dag, ástandi sem minni einna helst á sögu eft­ir Franz Kaf­ka. Þar sem all­ir eru sek­ir.

Gauti seg­ir ástandið á Íslandi vera óraun­veru­legt. Aðeins sé hægt að bera það sam­an við at­b­urði líkt og fall Berlín­ar­múrs­ins árið 1989 og hryðju­verka­árás­irn­ar á Banda­rík­in 11. sept­em­ber árið 2001. Eitt­hvað end­an­legt, en um leið óskilj­an­legt, hafi gerst.

Nú séu Íslend­ing­ar ekki áhorf­end­ur held­ur þátt­tak­end­ur.

Gauti lýs­ir því hvernig ís­lensk­ir banka­starfs­menn séu farn­ir að missa vinn­una, hluta­bréf hafi hríðlækkað í verði, eng­inn vilji snerta á krón­unni, sem sé í frjálsu falli, og fram­komu vinaþjóða, sér­stak­lega Breta, gagn­vart Íslend­ing­um. Ástand­inu megi líkja við hand­riti sem fjalli um mar­tröð alþjóðavæðing­ar­inn­ar.

Hann seg­ir að Íslend­ing­ar séu enn að reyna að átta sig á því sem hafi gerst. Áfallið sé svo mikið að hvorki sé farið að bera á sorg né reiði af fullri al­vöru. Sjálf­stæði Íslend­inga sem þjóðar sé ógnað. Nú þurfi menn að reiða sig á aðstoð frá Rúss­um og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

Hann bend­ir á að Íslend­ing­ar séu þó ekki alsak­laus­ir af því sem hafi gerst. Þeir hafi tekið þátt í góðær­inu og til­einkað sér kapí­tal­ismann - sem hann lík­ir við spila­víti án eig­anda - gagn­rýn­is­laust.

Hann lýk­ur grein­inni á þeim orðum að end­ir­inn á því sem Íslend­ing­ar séu að fara í gegn­um muni verða óvænt­ur, líkt og bú­ast megi við í sög­um Franz Kaf­ka.

Það er bara von­andi að við breyt­umst ekki ris­vaxna bjöllu.

Grein Gauta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert