Áríðandi að „missa ekki móðinn"

Hjalti Guðröðarson með Ísafold frá 1886.
Hjalti Guðröðarson með Ísafold frá 1886. Ljósm.Halldór Sveinbjörnsson

„Það var ósköp svipað að lesa þessa grein eins og dag­blöðin í dag. Það er sama hörm­ung­ar­ástandið," seg­ir Hjalti Guðröðar­son verkamaður hjá Spýt­unni á Ísaf­irði sem fann 122 ára gam­alt ein­tak af dag­blaðinu Ísa­fold í ein­angr­un húss á Hnífs­dal fyr­ir skömmu.

Al­gengt var fyrr á árum að nota dag­blöð í ein­angr­un húsa en sjálfsagt er sjald­gæft að finna jafn­ga­m­alt ein­tak og Hjalti fann. Það er þó efni grein­ar­inn­ar, sem rituð var árið 1886, sem vek­ur ekki síst at­hygli, því í henni er lýst bág­bornu ástandi sem ekki er ósvipað því sem nú er uppi. Dag­blaðið Ísa­fold var stofnað af Birni Jóns­syni árið 1874 og var gefið út til árs­ins 1929.

Ein­takið sem Hjalti fann er frá 6. októ­ber 1886 og stend­ur þar m.a.:

„Það er einkum áríðandi, þegar maður er í hættu stadd­ur, að „missa ekki móðinn", ann­ars fer allt í handa­skol­um og glöt­un­in er vís.

Ástand lands vors er nú eins og stend­ur sann­ar­legt hættu-ástand: veðurátt ill og hörð, all­ir aðal-at­vinnu­veg­ir ógreiðir, verzl­un og stjórn óhag­stæð.

Í slík­um kring­um­stæðum gæt­ir mest, að lands­menn „ekki missi móðinn".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert