Steingrímur skammaði Brown

Steingrímur J. Sigfússon flytur ræðu í finnska þinghúsinu í dag.
Steingrímur J. Sigfússon flytur ræðu í finnska þinghúsinu í dag. norden.org

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, harðlega á norrænum leiðtogafundi í Helsinki í dag. Hvatti hann Norðurlönd til að sameinast í mótmælum gegn því að Bretar hafa beitt hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum í Bretlandi. 

„Árás Bretlands hefur kostað okkur mikið fjárhagslega, en sært okkur enn meira sem land, sem þjóð. So I will say things from this podium in the Finnish Parliament in Helsinki. Shame on you Mr Brown, shame on you. This is not how a real statesman behaves," er haft eftir Steingrími á vef  Norðurlandaráðs.

Hann sagði að í fjármálakreppunni sé mikilvægara en nokkru sinni að Norðurlöndin standi saman. Steingrímur sagði það óskiljanlegt að íslensk sendinefnd væri að semja um lán frá Rússlandi áður en formlega hefði verið beðið um lán frá Norðurlöndunum.

hann sagði, að fjármálasamstarf og gjaldeyrissamstarf ætti að vera á dagskrá norræna samstarfsins. Norðurlöndin ættu einnig að skoða hvort möguleiki væri á því að hafa eina norræna mynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert