Um tugur þingmanna sótti opinn borgarafund sem var haldinn í Iðnó í Reykjavík í gærkvöldi.
Á meðal þeirra voru Álfheiður Ingadóttir, Bjarni Harðarson, llugi Gunnarsson, Jón Magnússon, Katrín Jakobsdóttir, Mörður Árnason, Ólöf Norðdal, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson og Ögmundur Jónasson.
Í opnu bréfi undirbúningsnefndar fundarins skoraði nefndin á ráðherra, alþingismenn, Seðlabankastjóra, stjórn Seðlabanka og fyrrverandi bankastjóra einkabankanna að mæta á fundinn.
Fjöldi ráðherra og þingmanna sækir nú Norðurlandaráðsþing sem stendur yfir í Finnlandi.