Örtröð í verslunum ÁTVR

Mikið var að gefa í vínbúðum í dag og hálf …
Mikið var að gefa í vínbúðum í dag og hálf tómlegt um að litast í hillunum. mbl.is/Golli

„Ég hugsa að það sé jafn mikið að gera og á föstudegi fyrir Verslunarmannahelgi. Ég þori þó ekki að segja til um það en held að það sé jafnvel meira að gera,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins, um örtröðina í verslunum ÁTVR, daginn áður en verðhækkanir taka gildi á morgun.

„Ég er ekki farin að sjá veltutölur, en á ekki von á því að þetta sé sambærilegt við neinn annan októberdag. Það hlýtur að hafa farið í gang hamstur.“

Frá og með morgundeginum hækkar verð á áfengi í verslunum ÁTVR um að meðaltali 5,25% og segir Sigrún verðbreytingarnar ná til um helmings vöruúrvalsins.

Hún segir örtröðina hafa komið á óvart.

„Við áttum ekki von á þessum fjölda viðskiptavina í dag. Við bjuggumst við einhverri aukningu í ljósi umræðunnar um verðbreytingar, en áttum ekki von á þessum fjölda. Það hefur mjög mikið mætt á starfsfólki okkar.“

Aðspurð um hvaða áhrif hamstrið hafi á birgðastöðu fyrirtækisins segir Sigrún Ósk að þegar svo mikið sé keypt „gangi náttúrulega á birgðirnar í búðunum“, þótt enn sé nóg til í dreifingarmiðstöð ÁTVR.

ÁTVR kaupir vörur beint frá innlendum byrgjum og segir Sigrún Ósk að undanfarið hafi gengið ágætlega að fá vörur frá afgreiddar frá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka