„Skelfilegt ástand“

Um 100 manns á Akureyri hafa fengið uppsagnarbréf í vikunni eða fá það í dag, allir í byggingariðnaði; smiðir, málarar og píparar.

„Ástandið er skelfilegt,“ sagði Heimir Kristinsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði við Morgunblaðið í gær. Helmingur þeirra 100 sem um er að ræða er í félaginu, hinir ófaglærðir og þ.a.l. í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju.

Heimir segir flest stóru fyrirtækin í byggingariðnaðinum á Akureyri hafa sagt upp yfirvinnu síðasta hálfa mánuðinn „þannig að segja má að uppsagnirnar nú séu önnur holskeflan á stuttum tíma“. Flestir eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest, að sögn Heimis.

Hann hefur talað við marga iðnaðarmenn í vikunni. „Einyrkjar eða menn sem vinna tveir saman eru ekki inni í þessum tölum um uppsagnir; menn segja ekki sjálfum sér upp þó þeir séu nánast atvinnulausir. En menn velta því töluvert fyrir sér hvort þeir eigi að skila inn virðisaukaskattsnúmerinu sínu og skrá sig á atvinnuleysisbætur.“

Heimir segir ástandið hafa breyst mjög á skömmum tíma. „Fyrirtæki sem fyrir skömmu voru með bókuð verk til ársins 2010 sjá nú aðeins hálfan mánuð fram í tímann. Verkin eru að hrynja af mönnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka