Notaði seðil með mynd af Davíð

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sak­ar nú sér­stætt pen­inga­föls­un­ar­mál. Maður kom inn í mat­vöru­versl­un á mánu­dag og greiddi fyr­ir vör­ur með tíu þúsund króna seðli en á seðlin­um var mynd af Davíð Odds­syni, seðlabanka­stjóra.

Af­greiðslu­fólk versl­un­ar­inn­ar var ekki bet­ur vak­andi en svo að það gaf mann­in­um til baka, tæp­ar sjö þúsund krón­ur. Lög­regla hef­ur nú fengið seðil­inn í hend­ur ásamt upp­töku úr ör­ygg­is­mynda­vél versl­un­ar­inn­ar. Leiðin að fals­ar­an­um ætti því að vera greið.

Lög­regl­an vill árétta að eng­ir tíu þúsund króna seðlar hafa verið gefn­ir út á Íslandi. Lög­regl­an biður starfs­fólk versl­ana að vera á varðbergi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert