Hættum frekar við lánið frá IMF

Hann segir að Íslendingar ábyrgist ekki lánið sem Alistair Darling fjármálaráðherra Breta tilkynnti í dag að yrði notað til að greiða breskum innstæðueigendum á Icesavereikningunum,  en það mátti þó skilja á tilkynningu Darlings. Það sé lofsvert að Bretar gangi frá þessu máli gagnvart breskum almenningi en deilan sjálf sé óleyst. Þetta sé einhver erfiðasta og leiðinlegasta milliríkjadeila sem hann muni eftir og hörmulegt að hún sé komin til vegna aðgerða einkafyrirtækisins Landsbankans.  Hann fullyrðir að það verði aldrei fallist á að þessar Evrópuþjóðir kúgi Íslendinga hjá Alþjóða gjaldleyrissjóðnum.  Ef við fáum ekki lánið verði bara að hugsa allt málið upp á nýtt. Hann segir að Ísland verði ekki gjaldþrota þótt við fáum ekki lánið hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, það verði ekki látið gerast. Það sé ekki íslenska ríkið sem standi í þessum vanda  heldur einkabankarnir og málið snúist um það að íslenska ríkið og almenningur ætli ekki að taka að sér að borga skuldir þessara einkaaðila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert