Tveggja ára gamlar upplýsingar

Mynd RLS

Enn á ný sér lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til að gera athugasemdir við fréttaflutning DV og dv.is. Í tilkynningu sem embættið sendi frá sér er áréttað að lögrgelan á höfuðborgarsvæðinu eigi ekki og hafi ekki átt svokallaða valdbeitingarhunda. Þá segir að umfjöllun miðlanna um lögregluhunda byggi á upplýsingum sem ekki eigi lengur við.

Tilkynning lögreglunnar

Vegna ítrekaðra frétta í DV og á dv.is um "valdbeitingarhunda" lögreglunnar skal tekið fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á ekki og hefur ekki átt lögregluhunda sem þjálfaðir eru til valdbeitingar og hefur ekki þjálfað hunda til valdbeitingar. Hjá embættinu er í dag starfræktur einn hundur sem þjálfaður er til sporleitar og munaleitar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notast við sérþjálfaða hunda tollstjórans í Reykjavík við leit að fíkniefnum í samræmi við samstarfssamning embættanna. Þeir hundar eru ekki þjálfaðir til valdbeitingar.

Í DV í dag og á vef blaðsins er fjallað um hundamál lögreglunnar í Reykjavík og vísað til umfjöllunar á vef lögreglunnar. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík var lagt niður fyrir tæpum tveimur árum síðan. Umfjöllun blaðsins byggir á þeim hluta lögregluvefjarins sem geymir upplýsingar frá aflögðum lögregluembættum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka