Guðni segir af sér þingmennsku

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson.

Guðni Ágústs­son hef­ur sagt af sér þing­mennsku og var bréf þessa efn­is lesið upp í upp­hafi þing­fund­ar á Alþingi í dag. Í bréf­inu seg­ist Guðni láta í ljósi ein­læga von um að þjóðinni tak­ist að sigr­ast á þeim erfiðleik­um, sem nú steðja að.

Guðni hef­ur jafn­framt sagt af sér sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og hef­ur sent bréf til þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins þar sem hann seg­ist hafa verið reiðubú­inn til að leiða það starf með öfl­ug­um og sam­hent­um hópi fólks, sem setti flokk sinn og póli­tísk gildi hans í önd­vegi.

„Því miður hef­ur von­in um nauðsyn­leg­an starfs­frið og ein­ingu breyst í and­hverfu sína. Mér er það ljóst að sú sátt inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nauðsyn­leg er fyr­ir end­ur­reisn hans mun ekki skap­ast án breyt­inga í for­ystu flokks­ins. Sú sátt þolir enga bið," seg­ir Guðni í bréf­inu til flokks­manna.

Hann seg­ist í tölvu­pósti til fjöl­miðla ekki ætla að tjá sig frek­ar um þetta mál eða önn­ur á næstu vik­um. „Með því tel ég mig vinna Fram­sókn­ar­flokkn­um og því end­ur­reisn­ar­starfi sem hans bíður mest gagn."

Guðni hef­ur átt fast sæti á Alþingi frá ár­inu 1987, fyrst fyr­ir Suður­lands­kjör­dæmi en síðan fyr­ir Suður­kjör­dæmi, en var áður varaþingmaður. Hann hef­ur verið formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins frá því á síðasta ári. Þá var hann land­búnaðarráðherra á ár­un­um 1999 til 2007.

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, alþing­ismaður, er vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og tek­ur við for­mennsku. Þá er Eygló Harðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, í Vest­manna­eyj­um, fyrsti varaþingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. 

Það kom fram í máli þing­manna, sem tóku til máls í kjöl­far til­kynn­ing­ar  þing­for­seta, að þessi yf­ir­lýs­ing hefði komið þeim í opna skjöldu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert