Fólk óttast að missa húsin sín

F.v.: Kristján Gunnarsson fundarstjóri, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Ingibjörg Guðmundsdóttir …
F.v.: Kristján Gunnarsson fundarstjóri, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Ingibjörg Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ og Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja á fundinum í kvöld. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Ágæt­is mæt­ing var á fyrsta fund­in­um í funda­her­ferð ASÍ sem hald­inn var í Fjöl­braut­ar­skóla Suður­nesja í Reykja­nes­bæ í kvöld.  Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ var þar með fram­sögu og Guðbrand­ur Ein­ars­son, formaður Versl­un­ar­manna­fé­lags Suður­nesja ávarpaði fund­inn. Yf­ir­skrift her­ferðar­inn­ar er Áfram Ísland - fyr­ir hag heim­il­anna.

„Þetta var líf­leg­ur fund­ur og heil­mikl­ar umræður,“ sagði Gylfi Arn­björns­son eft­ir fund­inn. „Fólki liggja mikið á hjarta áhrif verðtrygg­ing­ar­inn­ar og hækk­un lána. Það voru skipt­ar skoðanir um hvaða áhrif það myndi hafa að af­nema eða frysta verðtrygg­ingu. Á end­an­um held ég að menn hafi verið sam­mála um að leiðin út úr þess­um ógöng­um sé að fólg­in í því að fá breiðara og sterk­ara efna­hags­kerfi. Áhersla okk­ar á upp­töku evr­unn­ar teng­ist þessu æði mikið.“

„Það hefði mátt vera betri mæt­ing en var þó ágæt­is mæt­ing. Ég hefði viljað sjá fleiri á fund­in­um,“ sagði Guðbrand­ur Ein­ars­son. Hann sagði að fund­ar­mönn­um hafi verið mikið niðri fyr­ir. „Það sem fólk er fyrst og síðast að velta fyr­ir sér er hvort að það haldi yf­ir­höfuð hús­un­um sín­um. Hvort verðtrygg­ing­in hangi þannig um háls­inn á fólki að það tapi eign­um í ljósi þeirr­ar verðbólgu sem við sjá­um framund­an. Fólk er ótta­slegið út af því.“

Guðbrand­ur sagði bjarta punkt­inn vera þann að við eig­um mögu­leika á stöðug­leika hér líkt og ann­ars staðar. „Inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið muni leiða til þess að við mun­um ganga inn í sama stöðug­leikaum­hverfi og aðrar Evr­ópuþjóðir búa við. Það er að verða mjög há­vær krafa lands­manna að okk­ur verði boðið upp á sams kon­ar stöðug­leika. Maður fann það á fund­ar­mönn­um að það er greini­leg­ur vilji til þess.“

Fund­ur­inn samþykkti álykt­un þar sem stjórn­völd voru m.a. hvött til að standa vörð um hags­muni heim­il­anna. Komið yrði í veg fyr­ir að fólk lendi í al­var­leg­um greiðslu­erfiðleik­um eða missi ofan af sér. Jafn­framt var brýnt fyr­ir stjórn­völd­um að taka af­stöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins og upp­töku evr­unn­ar og að tryggja að fólki hér standi til boða sam­bæri­leg hús­næðislán og bjóðast í ná­granna­lönd­un­um.

Næsti fund­ur í funda­her­ferð ASÍ verður í Grunda­skóla á Akra­nesi á morg­un, 19. nóv­em­ber, og hefst hann kl. 20.00.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er aðalræðumaður í fundaherferð ASÍ
Gylfi Arn­björns­son for­seti ASÍ er aðalræðumaður í funda­her­ferð ASÍ mbl.is/​Hilm­ar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert