Auðmaður skoðaði skurðstofur

Helga Sigrún Harðardóttir.
Helga Sigrún Harðardóttir. mynd/sudurland.is

Helga Sigrún Harðardótt­ir, nýr þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði heil­brigðisráðherra á Alþingi í dag hvaða er­indi þekkt­ur auðmaður hafi átt á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja á dög­un­um með starfs­mönn­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins. Sagði Helga Sigrún að um­rædd­ur maður muni hafa sýnt skurðstof­um, sem til stend­ur að loka, sér­stak­an áhuga.

Spurði Helga Sigrún hvaða hlut­verki auðmönn­um væri ætlað í end­ur­skipu­lagn­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins.  

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, sagðist ekki geta   svarað fyr­ir ein­stak­ar heim­sókn­ir fólks á sjúkra­hús. Þá sagði hann auðmönn­um ekki ætlað sér­stakt hlut­verk í heil­brigðis­kerf­inu að öðru leyti en því að þeir kynnu að þurfa á þjón­ustu þess að halda eins og aðrir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert