Óska eftir launalækkun

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra á blaðamannafundinum í dag mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, hef­ur í dag skrifað for­manni kjararáðs bréf þar sem þeim til­mæl­um er til ráðsins að það ákveði tíma­bundið fyr­ir árið 2009 að lækka laun þeirra, sem heyra und­ir ráðið en það eru for­seti Íslands, alþing­is­menn, ráðherr­ar og dóm­ar­ar og aðrir rík­is­starfs­menn, sem svo er háttað um að kjör þeirra geta ekki ráðist með samn­ing­um á venju­leg­an hátt vegna eðlis starf­anna eða samn­ings­stöðu.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi, sem þau Geir og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, héldu í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu í dag. Fram kom einnig, að hafn­ar verða viðræður við há­launa­hópa, sem vinna hjá rík­inu, um að þeir taki á sig svipaða kjara­skerðingu. Geir vildi ekki nefna ákveðna tölu en talaði um 5-15%.

Ingi­björg Sól­rún sagði, að nú væru sér­stak­ar aðstæður í sam­fé­lag­inu og ýms­ir hefðu tekið á sig kjara­lækk­un vegna þess. Þess vegna væri þess­um til­mæl­um beint til kjararáðs og það gæti hjálpað stjórn­völd­um að gera sams­kon­ar kröf­ur til há­launa­starfs­manna hjá rík­inu. Þá verður svipuðum til­mæl­um einnig beint til stjórna rík­is­fyr­ir­tækja, sem taka ákvörðun um launa­kjör for­stjóra fyr­ir­tækj­anna.

Þá kynntu þau Geir og Ingi­björg, að sam­komu­lag hefði orðið milli stjórn­ar­flokk­anna um til­lög­um um breyt­ing­ar á lög­um um eft­ir­laun þing­manna, ráðherra og hæsta­rétt­ar­dóm­ara en þeim lög­um var breytt 2003. Hafa þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna samþykkt til­lög­urn­ar og er ætl­un­in að leggja fram drög að frum­varpi um málið á Alþingi í næstu viku.

Að sögn Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar er með til­lög­un­um verið að færa kjör þess­ara hópa nær því sem al­mennt ger­ist og ýms­ir þeir ætt­ir úr eft­ir­launa­lög­un­um frá 2003, sem verið hafa fólki mest­ur þyrn­ir í aug­um, felld­ir á brott.

Meðal ann­ars er gert ráð fyr­ir að al­mennt ald­urslág­mark til töku eft­ir­launa verði hækkað úr 55 árum í 60 ár fyr­ir ráðherra, þing­menn og hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

Þá verður rétt­inda­ávinnsla þing­manna 2,375% fyr­ir hvert ár í embætti í stað 3% og hjá ráðherr­um og hæsta­rétt­ar­dómur­um lækk­ar hlut­fallið úr 6% í 4%. Ingi­björg Sól­rún sagði, að þetta væri um­fram það sem gildi hjá op­in­ber­um starfs­mönn­um en til þess yrði að líta, að þing­menn og ráðherr­ar borga 5% af laun­um sín­um í líf­eyr­is­sjóð í stað 4% eins og al­mennt ger­ist þar.

Þá verður girt fyr­ir, að þessi hóp­ur líf­eyr­isþega geti bæði haft eft­ir­laun og laun frá rík­inu á sama tíma. Ingi­björg Sól­rún sagði að gert væri ráð fyr­ir því, að þetta nái einnig til þeirra, sem nú þegar þiggja laun og eft­ir­laun frá miðju ári 2009. Þá sé gert ráð fyr­ir því, að um fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra gildi sömu regl­ur og um aðra ráðherra.

Þau rétt­indi, sem hafa áunn­ist sam­kvæmt gild­andi lög­um, skerðast ekki en frá og með næsta ári hefst rétt­inda­ávinnsl­an í sam­ræmi við nýju lög­in. Þá njóta nú­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar  óskertra rétt­inda sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um út skip­un­ar­tíma sinn. 

Fram kom einnig hjá Geir á blaðamanna­fund­in­um, að hann hefði rætt við for­menn allra stjórn­mála­flokka á Alþingi um skip­an rann­sókn­ar­nefnd­ar, sem á að rann­saka aðdrag­anda hruns bank­anna. Sagðist hann gera sér von­ir um að frum­varp um slíka nefnd kæmi fram í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert