Rekstur eldsneytisverksmiðju skoðaður

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í morgun.
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í morgun.

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra und­ir­ritaði vilja­yf­ir­lýs­ingu í morg­un með jap­anska fyr­ir­tæk­inu Mitsu­bis­hi, Heklu hf. Orku­stofn­un og Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands um gerð hag­kvæmni­at­hug­un­ar fyr­ir bygg­ingu og rekst­ur eldsneytis­verk­smiðju á Íslandi.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá iðnaðarráðuneyt­inu, að áhugi Jap­ana á þessu sam­starfi bygg­ist m.a. á þeim ár­angri sem Íslend­ing­ar hafa náð í hag­nýt­ingu um­hverf­i­s­vænna orku­gjafa, vatns­afls og jarðhita.  Um sé að ræða fram­leiðslu á eldsneyti sem leyst geti jarðefna­eldsneyti af hólmi, svo­kallað Di­met­hyl Et­her.  Það geti komið í stað díselol­íu á bif­reiðar og ekki síður í stað brennslu­olíu á skip. Fram­leiðslan byggi á ný­legri tækni sem Mitsu­bis­hi hef­ur þróað og hef­ur einka­leyfi fyr­ir. 

Stefnt er að því að nýta út­blást­ur kolt­ví­sýr­ings (CO2) sem verður til við fram­leiðslu málma, eins og áls eða kís­il­járns. Einnig kem­ur til greina að nýta kolt­ví­sýr­ing sem kem­ur upp með jarðhita­vökva í jarðhita­orku­ver­um. Til að fram­leiða DME þarf auk þess vetni, sem má afla með ýmsu móti, svo sem með raf­grein­ingu vatns eða með hit­un á líf­rænu sorpi.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in sem nú hef­ur verið und­ir­rituð nær til sam­starfs um grein­ingu á hag­kvæmni þess að reisa verk­smiðju sem fram­leiðir slíkt eldsneyti hér á landi. Við það er miðað að hag­kvæmni­grein­ing­unni verði lokið á 6 mánuðum.  Ef niðurstaða henn­ar reyn­ist já­kvæð verður tek­in ákvörðun um að það hvort til­rauna­verk­smiðja verður byggð. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert