Grunur um peningaþvætti

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú meint peningaþvætti á tugum milljóna króna, að sögn Fréttablaðsins í dag. Segir þar að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins.

Þá kemur fram, að húsleit hafi verið gerð í gær hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu en starfsmaður, sem þar gegnir stjórnunarstöðu, sé grunaður um aðild að málinu. Fyrirtækið á ekki hlut að máli.

Blaðið segir að grunur leiki á að um auðgunarbrot sé að ræða og síðan peningaþvætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert