Mikil aukning í Odda

„Við höf­um fundið fyr­ir veru­legri aukn­ingu,“ sagði Jón Ómar Erl­ings­son, fram­kvæmda­stjóri Prent­smiðjunn­ar Odda. Í októ­ber varð 30% aukn­ing miðað við sama mánuð í fyrra. Hann sagði að sér sýnd­ist að ekki yrðu minni um­svif í nóv­em­ber.

Mikið af prent­un sem áður var unn­in í út­lönd­um sé nú að flytj­ast hingað til lands. Það á fyrst og fremst við um stærri verk­efni bæði í prent­un umbúða, t.d. utan um sjáv­ar­af­urðir, og stór­ar bóka­prent­an­ir. „Það sem við finn­um mest fyr­ir eru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in. Þau komu fyrst. Alls staðar sem við höf­um verið að keppa við inn­flutn­ing finn­um við fyr­ir mik­illi aukn­ingu,“ sagði Jón Ómar. Hann sagði Odda hafa getað mætt auk­inni eft­ir­spurn eft­ir prent­un. Ekki hef­ur staðið á út­veg­un hrá­efn­is á borð við papp­ír til auk­inna verk­efna.

Jón Ómar að óneit­an­lega væri sam­drátt­ur á sum­um sviðum prent­un­ar meðan aukn­ing væri á öðrum sviðum. Það hef­ur þýtt að fyr­ir­tækið hef­ur getað flutt starfs­fólk á milli verk­efna.

Fullt af verk­efn­um að koma heim núna

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert