Slysavarnafélagið inn í Tetra-kerfið

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Neyðarlínuna hf. um notkun á Tetra öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu sem er í eigu íslenska ríkisins en rekið af Neyðarlínunni.

Mun Slysavarnafélagið Landsbjörg nýta kerfið til fjarskipta milli björgunarsveita, annarra viðbragðsaðila og stjórnkerfa félagsins á landsvísu. Einnig er félaginu heimilt að tengja saman Tetra fjarskiptakerfið og VHF fjarskiptakerfi björgunarsveitanna.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu aðstoða Neyðarlínuna við uppsetningu á sendum og viðhald á kerfinu þar sem það á við. Neyðarlína mun greiða allan kostnað sveitanna við þá vinnu. Afnotagjöldum björgunarsveita af kerfinu verður einnig stillt í hóf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert