Minnkandi áhugi á ESB-aðild

Reuters

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun á vegum Fréttablaðsins vilja tæp sextíu prósent Íslendinga að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Það er rúmlega níu prósentustigum minna en í október. Færri sjálfstæðismenn vilja nú að Ísland sæki um aðild og hefur þeim fækkað um rúm 10% frá í október.

78% framsóknarmanna vilja að sótt verði um aðild að ESB en flokkurinn hefur tilkynnt endurskoðaða stefnu flokksins í þeim málum fyrir landsfund í janúar.

Stuðningur meðal vinstri grænna hefur einnig dregist saman um tæp tíu prósentustig og vilja nú 45,5% þeirra aðildarumsókn.

Stuðningur við evru hefur ekki dalað jafn mikið samkvæmt könnuninni og stuðningur við aðildarumsókn en 68% segjast nú frekar vilja evru en krónu í stað 72,5 prósenta í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka