Minnkandi áhugi á ESB-aðild

Reuters

Sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un á veg­um Frétta­blaðsins vilja tæp sex­tíu pró­sent Íslend­inga að sótt verði um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það er rúm­lega níu pró­sentu­stig­um minna en í októ­ber. Færri sjálf­stæðis­menn vilja nú að Ísland sæki um aðild og hef­ur þeim fækkað um rúm 10% frá í októ­ber.

78% fram­sókn­ar­manna vilja að sótt verði um aðild að ESB en flokk­ur­inn hef­ur til­kynnt end­ur­skoðaða stefnu flokks­ins í þeim mál­um fyr­ir lands­fund í janú­ar.

Stuðning­ur meðal vinstri grænna hef­ur einnig dreg­ist sam­an um tæp tíu pró­sentu­stig og vilja nú 45,5% þeirra aðild­ar­um­sókn.

Stuðning­ur við evru hef­ur ekki dalað jafn mikið sam­kvæmt könn­un­inni og stuðning­ur við aðild­ar­um­sókn en 68% segj­ast nú frek­ar vilja evru en krónu í stað 72,5 pró­senta í októ­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert