Mikill áhugi á íslenskum orkufyrirtækjum

Merki Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Merki Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Á orkuráðstefn­unni GEO2 í Bil­bao á Spáni í nóv­em­ber óskuðu fjór­tán er­lend fyr­ir­tæki og rann­sókn­araðilar eft­ir fundi með full­trúa ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja frá Enterprise Europe Network á Íslandi þar sem rætt var um mögu­leika á sam­starfi.

Krist­ín Hall­dórs­dótt­ir verk­efn­is­stjóri Enterprise Europe Network (EEN) sótti fyr­ir­tækja­stefnu­mótið fyr­ir hönd níu ís­lenskra fyr­ir­tækja, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands.

Þar seg­ir að á fyr­ir­tækja­stefnu­móti EEN hafi verið lögð áhersla á sjálf­bæra þróun, orku og um­hverfi og að fund­irn­ir hafi verið alls vel á annað hundrað. Impra á Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands leiðir starf­semi EEN á Íslandi en sam­starfsaðilar eru Rannís og Útflutn­ings­ráð.

 „Það var gríðarleg­ur áhugi á ís­lensku orku­fyr­ir­tækj­un­um. Ég von­ast til þess að út úr þessu komi samn­ing­ar við er­lenda aðila um að yf­ir­færa okk­ar tækni og þekk­ingu í orku­geir­an­um til annarra landa en það fel­ur í sér mik­il viðskipta­tæki­færi,“ seg­ir Krist­ín Hall­dórs­dótt­ir í til­kynn­ing­unni.

Enterprise Europe Network er einn stærsti vett­vang­ur tækni- og viðskipta­sam­starfs í Evr­ópu en net­verkið var form­lega opnað á Íslandi í októ­ber 2008. Með því opnuðust nýj­ar gátt­ir fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki sem vant­ar aðstoð við að stunda viðskipti og rann­sókn­ir í Evr­ópu.

Íslensk fyr­ir­tæki hafa nú aðgang að um 550 sam­starfsaðilum net­verks­ins í yfir 40 lönd­um. Boðið er upp á fjöl­breytta þjón­ustu, m.a. leit að sam­starfsaðilum í gegn­um gagna­grunna fyr­ir tækni- og viðskipta­sam­starf og veitt­ur er aðgang­ur að upp­lýs­ing­um um Evr­ópu­verk­efni og styrkja­mögu­leika. Einnig er hægt að fá marg­vís­leg­ar upp­lýs­ing­ar t.d. um  tolla og toll­kvóta, skatta og ýms­ar kröf­ur sem gerðar eru til vöru sem sett er á markað í Evr­ópu.

Í októ­ber var opnaður vef­ur EEN á Ísland á slóðinni www.een.is.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert