Fetar í fótspor Davíðs

mbl.is/Ómar

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir fetaði í fót­spor Davíðs Odds­son­ar með því að ráða Krist­ínu Árna­dótt­ur sem sendi­herra, sagði Birk­ir Jón Jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar á Alþingi í morg­un. Sagði Birk­ir Val­gerði Sverr­is­dótt­ur hafa lagt af póli­tísk­ar ráðning­ar meðan hún var í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu en að Ingi­björg tæki þær nú upp að nýju.

Birk­ir tók þó skýrt fram að hann efaðist ekki um að Krist­ín væri hæf en að hún væri hins veg­ar ein­ung­is búin að vera í eitt ár í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu meðan fjöldi hæfra starfs­manna þar hefðu unnið í lang­an tíma í ut­an­rík­isþjón­ust­unni. Þá spurði Birk­ir hvernig væri rétt­læt­an­legt að fjölga sendi­herr­um nú þegar ætti að fækka þeim.

Ingi­björg Sól­rún áréttaði að sendi­herr­um fækkaði um sex en fjölgaði ekki. Krist­ín hefði verið skipaður skrif­stofu­stjóri í ráðuneyt­inu og fengið þá um leið titil­inn sendi­herra. Hún væri ekki að fara utan. „Ég taldi mjög mik­il­vægt að þessi skrif­stofa yrði til og það feng­ist betra ut­an­um­hald um yf­ir­stjórn­ina í ráðuneyt­inu,“ sagði Ingi­björg Sól­rún og bætti við að hún og ráðuneyt­is­stjór­inn hefðu bæði átt við veik­indi að stríða og teldu nauðsyn­legt að styrkja yf­ir­stjórn­ina í ráðuneyt­inu.

Þá sagði Ingi­björg nú hafa skap­ast svig­rúm til að fjölga kon­um sem hefðu hingað til verið mjög fáar í hópi sendi­herra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert