Mikið áfall fyrir borgarbúa

„Ég frétti nú fyrst af þessu í nótt þegar mamma hringdi í mig frá Íslandi og vakti mig,“ segir Esther Ágústa Berg sem býr í Mumbai á Indlandi þar sem mikið hættuástand ríkir nú vegna árásar vopnaðra vígamanna á hótel og aðra vinsæla ferðamannastaði í borginni.

Hún segir þetta mikið áfall fyrir borgarbúa þar sem Mumbai hafi til þessa verið mjög róleg og örugg borg. „Þetta er gríðarlega stór borg og ég bý í miðri borginni en atburðirnir áttu sér stað í suðurhlutanum. Við höldum okkur bara inni við núna en það er engin umferð á götunum og útgöngubann í suðurhlutanum,“ segir Ágústa sem býr ásamt eiginmanni og fjögurra ára dóttur í Mumbai. Þau séu örugg fjarri átakasvæðinu og fylgist með í gegnum fjölmiðla.

Ágústa var stödd á Marriott-hóteli í gærkvöldi og fór þaðan út um tíuleytið. Hún segir að um ellefuleytið hafi komið til skotbardaga í nágrenni hótelsins. Ágústa segir að stór þakkargjörðarhátíð hafi átt að fara fram á einu Taj hótela borgarinnar í kvöld en af því verði ekki.

Enn ríkur úr Taj Mahal hótelinu eftir átök næturinnar
Enn ríkur úr Taj Mahal hótelinu eftir átök næturinnar PUNIT PARANJPE
Ágústa ásamt eiginmanni sínum Bala og dótturinni Mira.
Ágústa ásamt eiginmanni sínum Bala og dótturinni Mira.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka