Skólastarf fellur niður í dag hjá ýmsum skólum á norðanverðu landinu vegna veðurs. Slæmt ferðaveður er á norðanverðu landinu. Á Norðurlendi vestra er ófært og stórhríð frá Blönduósi í Varmahlíð og yfir Þverárfjallog frá Hofsósi í Siglufjörð. Ekkert hefur verið flogið innanlands í morgun vegna veðurs.
Skóli fellur niður hjá Grunnskólanum austan Vatna (Hofsós, Hólar, Fljótin) í dag. Það sama er að segja um Varmahlíðarskóla, grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, Laugarbakka, Stórutjarnaskóla og víðar.
Að sögn Vegagerðarinnar er ófært á sunnanverðurm Vestfjörðum og stórhríð á Klettshálsi. Háklublettir og stórhríð er á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi en annars hálkublettir og snjóþekja.
Í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er beðið með mokstur vegna veðurs. Í Skagafirði er hálka og óveður. Á Norðurlandi eystra er ófært og stórhríð á Víkurskarði og Hólasandi. Þungfært og stórhríð er á Grenivíkurvegi og á Mývatnsheiði.
Snjóþekja og stórhríð er á Fljótsheiði. Þæfingsfærð og óveður er á milli Raufarhafnar og Þórshafnar. Þæfingsfærð og stórhríð er frá Reykjahlíð í Múvatnssveit og í Jökuldal. Á Austurlandi er snjóþekja og verið er að hreinsa vegi. Suðaustanlands eru hálkublettir og snjóþekja en áSuðurlandi er greiðfært á flestum aðalleiðum.