Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar

Höfuðstöðvar fjárfestingarfélagsins Giftar.
Höfuðstöðvar fjárfestingarfélagsins Giftar. mbl.is/Árni Sæberg.

Vopnafjarðarhreppur krefst þess að forsvarsmenn Samvinnutrygginga GT/Giftar upplýsi hvernig höndlað hefur verið með eignarhluti sveitarfélagsins og annarra í félaginu og samkvæmt hvaða heimildum/umboði það var gert.

Gift virðist vera á leið í þrot og eiga Vopnfirðingar allt að 120 milljónum króna þar inni og Djúpavogshreppur á milli 60 og 80 milljónir króna. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurglugginn.

Þar segir að í ályktun Vopnafjarðarhrepps frá því í gær komi jafnframt fram að óskað verði eftir því við lögfræðideild Sambands íslenskra sveitarfélaga að hún sjái til þess að fram fari opinber rannsókn á því misferli, sem virðist hafa átt sér stað, þegar almannafé sem hér um ræðir var notað til glæfralegra fjárfestinga án samráðs við eigendur fjárins. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps gær.

Gift var stofnað utan um skuldbindingar eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga á sumarmánuðum í fyrra. Eigið fé var þá um 30 milljarðar. Ákveðið var að slíta eignarhaldsfélaginu og dreifa eignarhaldinu til þeirra sem áttu eignarréttindi í Gift, það er fyrrverandi tryggingartaka Samvinnutrygginga á árunum 1987 og 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka