Íslendingar einblína á vandann

mbl.is

 „Á kín­versku er orðið krísa skrifað með tveim­ur tákn­um. Annað táknið merk­ir tæki­færi meðan hitt táknið þýðir háski. Íslenska þjóðin þarf að gera upp við sig hvort hún vill sækj­ast eft­ir tæki­fær­un­um sem fel­ast í nú­ver­andi krísu­ástandi eða feta braut hásk­ans,“ seg­ir Claus Møller, stofn­andi Time Mana­ger In­ternati­onal (TMI) og sér­fræðing­ur í krísuráðgjöf, en hann er meðal frum­mæl­enda á full­veld­is­fundi Útflutn­ings­ráðs sem hald­inn er í dag.

Møller er heims­fræg­ur ráðgjafi á sviði stjórn­un­ar. Sem dæmi af verk­efn­um hans má nefna að á ní­unda ára­tugn­um vann hann að end­ur­reisn SAS með þeim ár­angri að flug­fé­lagið var valið besta flug­fé­lagið tíu ár í röð, árið 1992 vann hann við hópefl­ingu danska landsliðsins í fót­bolta en Dan­ir unnu óvænt Evr­ópu­meist­ara­keppn­ina það ár og á ár­un­um 1987-89 vann Møller að þjálf­un sér­fræðinga í Sov­ét­ríkj­un­um sál­ugu sem ætlað var að hjálpa til við að inn­leiða um­bæt­urn­ar sem fólust í perestroiku Mik­haíls Gor­bat­sjovs. Það er því óhætt að segja að Møller hafi komið víða við á ferli sín­um. Og nú býðst hann til þess að miðla af reynslu sinni til ís­lenskra ráðamanna þeim að kostnaðarlausu.

„Ég hef fylgst afar vel með þróun mála hér á Íslandi í fjöl­miðlum und­an­farið og það er al­veg ljóst að þið eruð í mjög erfiðri stöðu. Það slær mig hins veg­ar í allri fjöl­miðlaum­fjöll­un­inni um krís­una að fyrst og fremst virðist vera ein­blínt á vanda­mál­in og hið nei­kvæða í stað þess að leita lausna. Þið þurfið sár­lega á því að halda sem þjóð að þið getið þjappið ykk­ur sam­an til þess að vinna í sam­ein­ingu að lausn vand­ans. Raun­ar má líkja aðstæðum hér við stríðsástand, en þegar maður er í stríði er hins veg­ar nauðsyn­legt að vita hver er óvin­ur manns. Mér virðist núna eins og að stríðið standi milli al­menn­ings og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem er mjög baga­legt þar sem það mun aðeins leiða til meiri sundr­ung­ar hjá þjóðinni. Meðan öll ork­an fer í að ræða hvort flýta eigi kosn­ing­um og stjórn­ar­andstaðan eyg­ir mögu­leika þess að kom­ast að kjöt­kötl­un­um þá er verið að sóa tím­an­um þar sem ekki er byrjað á nauðsyn­legri upp­bygg­ingu,“ seg­ir Møller og tek­ur fram að raun­ar sé for­senda þess að hægt sé að þjappa þjóðinni sam­an að hún eigi sér sterk­an leiðtoga sem hún treysti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert