Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum

AP

Þjóðrækn­is­fé­lag Íslend­inga í Norður-Am­er­íku, The Icelandic Nati­onal League of North America (INL of NA), hef­ur brugðist við fjár­hagskrepp­unni á Íslandi og hrundið af stað söfn­un til styrkt­ar Íslend­ing­um.

Gerri McDon­ald, for­seti INL, hef­ur sent fé­lags­mönn­um bréf þar sem hún út­skýr­ir vand­ann sem Íslend­ing­ar standa nú frammi fyr­ir. Hún bend­ir á að sam­fara því að marg­ir Íslend­ing­ar hafi orðið fyr­ir miklu fjár­hags­legu tjóni hafi beiðnum um aðstoð hjálp­ar­stofn­ana fjölgað til muna. Hins veg­ar hafi þær líka orðið fyr­ir barðinu á krepp­unni og nú sé tími fyr­ir fólk af ís­lensk­um ætt­um í Norður-Am­er­íku og aðra vini Íslands til að rétta fram hjálp­ar­hönd.

For­set­inn legg­ur áherslu á að vanda­málið verði ekki leyst á einni hóttu og ástandið muni ríkja um hríð. Í fyrstu sé hug­mynd INL að safna pen­ing­um til handa ís­lensk­um góðgerðar­stofn­un­um, sem út­deili mat, föt­um og gjöf­um, svo þær geti létt und­ir með ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um fyr­ir jól­in. Eft­ir ára­mót­in verði síðan kynnt nýtt átak.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert