Nýsköpunarsetur opnað

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og Elín …
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og Elín Sigfúsdóttir bankastjóri Landsbankans voru viðstödd opnunina.

Torgið, nýtt viðskipta­set­ur Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands, var opnað í Aust­ur­stræti í gær.  Þrett­án sprota­fyr­ir­tæki hafa komið sér fyr­ir  á Torg­inu og eru viðskipta­hug­mynd­irn­ar fjöl­breytt­ar, allt frá hug­búnaðarþróun fyr­ir gsm-síma til vöru­hönn­un­ar.

Torgið er sam­starfs­verk­efni Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands,  Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja og Lands­bank­ans, sem legg­ur Torg­inu til hús­næði í Aust­ur­stræti 16.

Á Torg­inu fá ein­stak­ling­ar skrif­stofuaðstöðu og stuðning sér­fræðinga Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar til að vinna að viðskipta­hug­mynd­um.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert