Vilja endurreisa fyrirtæki

Nokkr­ir stór­ir líf­eyr­is­sjóðir vinna nú að stofn­un sér­staks fjár­fest­inga­sjóðs í sam­starfi við aðila vinnu­markaðar­ins.

Sjóður­inn, sem hef­ur verið nefnd­ur End­ur­reisn­ar­sjóður at­vinnu­lífs­ins, verður stofnaður þannig að líf­eyr­is­sjóðirn­ir leggja hon­um til fjár­magn sem fjár­fest­ar. End­an­leg upp­hæð ligg­ur ekki fyr­ir en stofn­féð gæti numið tug­um millj­arða króna. Ekki hef­ur verið rætt um aðkomu rík­is­ins að sjóðnum en viðmæl­end­ur blaðsins vilja þó ekki úti­loka það. Und­ir­bún­ing­ur að stofn­un sjóðsins er hins veg­ar langt á veg kom­inn.

„Hug­mynd­in að þess­um sjóði kviknaði mjög snemma á sér­stök­um neyðar­fund­um sem voru haldn­ir í kjöl­far hruns bank­anna,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Auk SA og stærstu líf­eyr­is­sjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofn­un sjóðsins.

„Hlut­verk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjár­hags­lega og rekstr­ar­lega end­ur­reisn ís­lensks at­vinnu­lífs,“ seg­ir Þor­geir Eyj­ólfs­son, for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, sem hef­ur unnið að fram­gangi máls­ins fyr­ir hönd líf­eyr­is­sjóðanna. Lík­ast til verður sjóður­inn rek­inn sem hluta­fé­lag en sam­lags­fé­laga­formið hef­ur ekki verið úti­lokað. Hon­um er ekki ætlað að vera „björg­un­ar­sjóður“ held­ur sjóður sem fjár­fest­ir í fyr­ir­tækj­um með góða mögu­leika á ávöxt­un.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir að mörg fyr­ir­tæki séu um­komu­laus og hafi tapað eig­in fé sínu. ASÍ hafi talið mik­il­vægt að haf­in yrði vinna til að end­ur­fjármagna líf­væn­leg og arðbær fyr­ir­tæki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert