Slasaðist í ísklifri

Súl­ur, björg­un­ar­sveit­in á Ak­ur­eyri, sótti í dag mann sem fór úr axl­arlið þegar hann var á ísklif­ur­nám­skeiði við Ein­ham­ar í Hörgár­dal. Um 15 björg­un­ar­sveit­ar­menn fóru á staðinn og var notuð drátt­ar­vél til að koma mann­in­um yfir mestu ófær­urn­ar og á sem var á leiðinni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg gekk greiðlega að koma mann­in­um niður og í sjúkra­bíl sem flutti hann á sjúkra­hús á Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert