Þremur bjargað úr bíl í Akstaðaá

Þórsmörk.
Þórsmörk. www.mats.is

Björg­un­ar­sveit­in Dagrenn­ing frá Hvols­velli og Flug­björg­un­ar­sveit­in á Hellu voru kallaðar út fyr­ir skömmu vegna bíls sem sat fast­ur í Akstaðaá á Þórs­merk­ur­leið. Þrír menn voru í bíln­um. Áin er alla jafna lít­il en vegna leys­inga er mun meira í henni en venju­lega.

Menn­irn­ir gátu hringt eft­ir aðstoð og fengu þeir fyr­ir­mæli að halda kyrru fyr­ir í bíln­um þar til aðstoð bær­ist, sem þeir og gerðu.

Lög­regl­an var fyrst á vett­vang og var tek­in sú ákvörðun að bíða eft­ir björg­un­ar­sveit sem kom á staðinn skömmu síðar og náði mönn­un­um á þurrt land. Þeir voru heil­ir á húfi.

Björg­un­ar­sveit­ir vinna nú að því að ná bíln­um úr ánni en mik­il rign­ing er á staðnum. Nokkuð mikið er í ám á svæðinu eft­ir hláku dags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert