Fékk færið í skrúfuna

Guðmundur Jensson SH-717 með Egil SH-195 í togi rétt utan …
Guðmundur Jensson SH-717 með Egil SH-195 í togi rétt utan við Ólafsvík í dag. mbl.is/Alfons Finnsson

Netabáturinn Egill SH-195 fékk færið í skrúfuna er báturinn var að draga netin skammt frá Ólafsvík í dag. Skipverjar á Agli sögðu veður hafa verið leiðinlegt og mikinn sjó. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að kalla á næsta bát til aðstoðar. Dragnótabáturinn Guðmundur Jensson SH-717 kom og dró Egil til hafnar og mun kafari skera úr skrúfu Egils í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka