Nýsköpun í dalnum

Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal
Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal mbl.is//Ómar

Kanna á mögu­leika á aðkomu Reykja­vík­ur­borg­ar að þeirri hug­mynd að koma upp tíma­bundnu ný­sköp­un­ar­setri í topp­stöðinni svo­kölluðu, raf­stöðvar­hús­inu í Elliðaár­dal. Var til­laga Sam­fylk­ing­ar þess efn­is samþykkt í borg­ar­ráði í gær.

Áhuga­manna­hóp­ur með þátt­töku iðnaðarmanna, arki­tekta, frum­kvöðla og hönnuða hef­ur unnið að und­ir­bún­ingi máls­ins, hug­mynda­vinnu, gerð viðskipta­áætl­un­ar í sam­ráði við ýmsa sem að mál­inu þurfa að koma. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að sér­stak­lega áhuga­vert sé að styðja við eitt þeirra fjöl­mörgu sjálfsprottnu verk­efna á sviði ný­sköp­un­ar sem komið hafa fram í kjöl­far hruns ís­lensks efna­hags­lífs og í erfiðri stöðu at­vinnu­mála.

Stöðvar­húsið komst í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar frá Lands­virkj­un ný­verið með sér­stök­um samn­ingi þar sem m.a. voru kvaðir um niðurrif húss­ins. Í gögn­um sem áhuga­manna­hóp­ur­inn hef­ur aflað ligg­ur hins veg­ar fyr­ir samþykki for­stjóra Lands­virkj­un­ar um þessa notk­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert