Nýi Glitnir verður Íslandsbanki

Glitnir verður Íslandsbanki að nýju.
Glitnir verður Íslandsbanki að nýju.

Nýi Glitnir mun 20. febrúar taka upp nafnið Íslandsbanki á ný.  Breytingaferlið, sem mun eiga sér stað á næstunni, var kynnt starfsmönnum bankans í dag en samhliða nafnbreytingunni voru kynntar áherslubreytingar í starfsemi bankans.

Bankinn segir, að fram til 20. febrúar munu allir starfsmenn bankans koma með virkum hætti að stefnumótunarstarfinu.

„Starfsfólk bankans gerir sér fulla grein fyrir því að nafnið Glitnir hefur beðið hnekki í því aftakaveðri sem gengið hefur yfir íslenskt fjármálalíf undanfarna tvo mánuði,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri í tilkynningu frá Nýja Glitni. „Með nafnabreytingunni er þó ekki verið að setja nýjar umbúðir utan um gamla starfsemi, heldur verið að leggja áherslu á að bankinn er í dag fyrst og fremst íslenskur banki. Helsta hlutverk Íslandsbanka verður að þjóna íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Því hlutverki ætlum við að sinna af alúð og ábyrgð.“
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert