Á forsíðu Time

Forsíða Time.
Forsíða Time.

„Það kom mér á óvart hvað þeir leyfðu okk­ur að hafa frjáls­ar hend­ur, þar sem þetta er frek­ar íhalds­samt frétta­blað. Ég held að þeir hafi aldrei gert neitt svona áður,“ seg­ir Hjalti Karls­son, eig­andi hönn­un­ar­stof­unn­ar Karls­son & Wil­ker í New York, sem feng­in var til að hanna 12 síður í nýj­asta tölu­blaði Time Magaz­ine, auk forsíðunn­ar.

„Fyr­ir svona mánuði hringdi Time Magaz­ine í okk­ur. Í lok hvers árs eru þeir nefni­lega með svona topp-tíu-lista og þeir báðu okk­ur að hanna þessa grein í blaðinu, sem var tólf blaðsíður, og svo forsíðuna líka.“

Þeir fé­lag­ar voru ekki ein­göngu fengn­ir til að hanna síðurn­ar í Time, held­ur voru þeir einnig fengn­ir til að skrifa texta á síðurn­ar.

„Í þess­um verk­efn­um sem við ger­um bæt­um við oft inn ein­hverju smá „rugli“, ein­hverj­um litl­um brönd­ur­um hér og þar. Þeir höfðu séð sumt af því sem við höfðum gert, og vildu að við gerðum eitt­hvað þannig hjá sér líka,“ seg­ir Hjalti og bæt­ir því við að þeir hafi meira að segja sett lít­inn einka­brand­ara á sjálfa forsíðuna.

„Þegar við vor­um að vinna forsíðuna ákváðum við Jan að lauma lít­illi mynd af okk­ur inn á hana, enda ekki á hverj­um degi sem við fáum að hanna forsíðu Time Magaz­ine,“ seg­ir Hjalti og hlær.

Aðspurður seg­ir Hjalti það vissu­lega vera mikla viður­kenn­ingu að fá verk­efni sem þetta. „Fyr­ir nokkr­um árum unn­um við reynd­ar líka stórt verk­efni fyr­ir New York Times, þá hönnuðum við auka­blað sem fylg­ir því á sunnu­dög­um. En við höf­um aldrei gert svona áður, og upp­lagið af blaðinu er líka svo stórt, það kem­ur út í ein­hverj­um 3,5 millj­ón­um ein­taka út um all­an heim,“ út­skýr­ir Hjalti. Þá seg­ir hann að tíma­ritið hafi borgað um 20.000 doll­ara fyr­ir verk­efnið, um 2,3 millj­ón­ir króna. Það sé kannski ekki mjög mikið, en samt nokkuð gott fyr­ir fyr­ir­tæki með aðeins fimm starfs­menn.

Hjalti Karlsson og Jan Wilker.
Hjalti Karls­son og Jan Wil­ker.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert