Gamla Baugsmálið enn á ferðinni

Höfuðstöðvar Baugs Group við Túngötu.
Höfuðstöðvar Baugs Group við Túngötu. mbl.is/Árni Sæberg

Baug­ur Group seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, að gamla Baugs­málið, sem hófst með hús­leit hjá Baugi í ág­úst 2002, sé enn á ferðinni í ákæru setts rík­is­lög­reglu­stjóra vegna meintra skatta­laga­brota.

„Ákær­and­inn í þetta sinn er sami maður­inn og stýrði hús­leit­inni. Þetta er í þriðja sinn sem gef­in er út ákæra í þessu sama máli. Það er gert þrátt fyr­ir að Hæstirétt­ur hafi í dómi fundið ber­um orðum að því við ákæru­valdið að sá tími sem leið frá upp­hafi rann­sókn­ar­inn­ar í ág­úst 2002 og þar til ákæra núm­er tvö var gef­in út í mars 2006 hafi verið allt of lang­ur. Ákæru­valdið virðist ekk­ert mark taka á slík­um aðfinnsl­um æðsta dóm­stóls lands­ins en vel­ur að ákæra rétt einu sinni í mál­inu þótt nú sé komið á sjö­unda ár frá því rann­sókn máls­ins hófst.  Þetta er gert þótt Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafi í gær  vísað frá dómi ákæru frá þess­um sama ákær­anda vegna ann­marka á málsmeðferð sem enn frek­ar eiga við um nýj­ustu ákær­una.

Ákær­an er gegn Baugi, Gaumi, Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni, Krist­ínu Jó­hann­es­dótt­ur og Tryggva Jóns­syni. Þess­ir ein­stak­ling­ar hafa mátt eyða drjúg­um hluta síðustu sjö ára til þess að verja hend­ur sín­ar hjá rík­is­lög­reglu­stjóra og fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um.

Per­sónu­leg skatta­mál ákærðu sem og skatta­mál Baugs og Gaums sem ákært er fyr­ir hafa hlotið end­an­lega niður­stöðu hjá skattyf­ir­völd­um.   Þess má geta að eft­ir niður­stöðu yf­ir­skatta­nefnd­ar í máli Jóns Ásgeirs, Tryggva og Gaums fengu þess­ir aðilar tugi millj­óna króna end­ur­greidd­ar frá rík­is­sjóði.

Ákærðu telja að með ákær­unni séu þver­brotn­ar á þeim grund­vall­ar­regl­ur um mann­rétt­indi með því að ákæra margsinn­is í sama máli og draga mál svo lengi að óafsak­an­legt sé."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert