Nokkur hundruð manns eru nú staddir á Lækjartorgi að mótmæla blóðsúthellingum á Gasasvæðinu. Er þess krafist að „fjöldamorð Ísraelshers á Gasa“ verði stöðvuð og að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið.
Ræðumenn eru María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og sr. Örn Bárður Jónsson. Fundarstjóri er Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Fundurinn er undirbúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka, að því er segir í tilkynningu.