Tveir unglingspiltar voru fluttir, í gær og í dag, á slysadeild með andlitsskaða vegna flugeldafikts, að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Að minnsta kosti í öðru tilfellinu var um augnslys að ræða.
Beinir slökkvilið þeim tilmælum til foreldra að fylgjast vel með börnum sínum þessa dagana því slík slys séu árviss á þessum tíma. Þá þurfi fólk að tryggja að þeir, sem meðhöndli flugelda og blys séu með viðeigandi hlífðarbúnað, s.s. gleraugu og hanska.