Mótmælendur saka lögreglu um fádæma ruddaskap eftir að piparúði var notaður til að tvístra mótmælendum í anddyri Hótels Borgar. Sigurþór Hallbjörnsson ljósmyndari segir hóp fólks hafa króast af um stund í anddyri Hótels Borgar eftir að lögreglan beitti piparúða. Fjöldi fólks þurfti að leita á slysadeild, þar af einn lögreglumaður.
Mótmælin voru friðsamleg í byrjun en þau stjórnarráðið þar sem fólkið hélt á lofti blysum. Þar næst var gengið niður að Hótel Borg þar sem útsendingar á Kryddsíldinni voru að hefjast. Einhverjir úr röðum mótmælenda klifruðu yfir girðingu sem girðir af portið fyrir aftan til að komast nær útsendingunni. Eftir það breyttust mótmælin nokkuð hratt úr friðsamri blysför í harkalegri mótmæli sem enduðu í átökum við lögreglu og starfsfólk Stöðvar 2.