Mótmælin áttu að vera friðsamleg

mbl.is/Júlíus

Víða sást fólk á Aust­ur­velli með þrút­in augu af völd­um piparúða lög­regl­unn­ar, að sögn eins mót­mæl­anda sem mbl.is ræddi við. Hann seg­ir mót­mæl­end­ur í for­dyri Hót­els Borg­ar hafa reynt að gefa til kynna að mót­mæl­in væru friðsam­leg áður en lög­regl­an beitti úðanum.

Hann seg­ir að í fyrstu hafi starfs­menn Stöðvar 2 og hót­els­ins tekið á móti mót­mæl­end­un­um í for­dyr­inu en stuttu síðar hafi lög­regl­an tekið við og hótað að beita piparúðanum. „Fólk skipt­ist á að rétta upp hend­ur og gefa til kynna að þetta væru friðsam­leg mót­mæli og mark­miðið væri að fá rík­is­stjórn­ina til að víkja og stöðva út­send­ing­una. Svo kom skip­un um að fólk ætti að fara út, ann­ars yrði tára­gasi beitt. Fólk neitaði að fara út og bjó til mann­lega keðju. Þá byrjaði lög­regl­an að beita gasi.“

Mót­mæl­and­inn seg­ir að á end­an­um hafi all­ir verið komn­ir út og marg­ir í porti við hót­elið og Póst­hús­stræti. „Þar var pínu skeyt­ing­ur milli lög­reglu og mót­mæl­enda, aðallega í orðum. Svo gáfu þeir sömu skip­un að yf­ir­gefa staðinn, ann­ars yrði tára­gasi beitt. Þá kom seinni gus­an.“

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
Hlúð að mótmælendum.
Hlúð að mót­mæl­end­um. mbl.is/​Júlí­us
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótels Borgar.
Mót­mæl­end­ur og lög­reglu­menn í for­dyri Hót­els Borg­ar. mbl.is/​Júlí­us
Mótmælendur og lögreglumenn í fordyri Hótel Borgar.
Mót­mæl­end­ur og lög­reglu­menn í for­dyri Hót­el Borg­ar. Morg­un­blaðið/​Júlí­us
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert