Mótmælendum ógnað á gamlársdag

00:00
00:00

Árni Þór Sig­munds­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir að lög­regl­an hafi verið óviðbúin jafn harka­leg­um mót­mæl­um og urðu á Hót­el Borg á gaml­árs­dag. Hann seg­ir að piparúði sé lág­marks­stig vald­beit­ing­ar hjá lög­reglu. Enn hafi ekki þurft að beita kylf­um sem sé næsta stig þar fyr­ir ofan. Óhjá­kvæmi­legt hafi verið að beita piparúða á Hót­el Borg þar sem fólk hafi meiðst í átök­um og eld­hætta hafi verið mik­il.

Lög­regl­an hef­ur einnig verið gagn­rýnd fyr­ir að ganga ekki nógu harka­lega fram en Árni Þór seg­ir lög­regl­una ekki taka af­stöðu með ein­um eða nein­um. Henn­ar hlut­verk sé ein­ung­is að halda uppi lög­um og reglu.

Árni Þór seg­ir að rann­sókn á at­b­urðunum á gaml­árs­dag standi yfir og að öll­um lík­ind­um verði ein­hverj­ir ákærðir fyr­ir að kasta steini í and­lit lög­reglu­manns með þeim af­leiðing­um að hann kinn­beins­brotnaði og valda skemmd­um á hurð á Hót­el Borg og út­send­ing­ar­búnaði Stöðvar 2.

En Það vakti at­hygli á gaml­árs­dag að tveir menn gengu um meðal mót­mæl­enda og ógnuðu þeim eins og sést í mynd­skeiði Mbl sjón­varps. Árni Þór seg­ir al­vana­legt að það komi upp átök milli ólíkra hópa þegar ástand skap­ist eins og nú sé uppi. Lög­regl­an gæti allt eins þurft að verja þá mót­mæl­end­ur sem nú hafi sig mest í frammi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka