Fresturinn að renna út

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ind­efence hóp­ur­inn, sem vill bæta ímynd Íslands vegna beit­ing­ar hryðju­verka­lag­anna og Ices­a­ve-deil­unn­ar, ótt­ast að ís­lensk stjórn­völd láti tæki­færið til máls­höfðunar gegn breska rík­inu sér úr greip­um ganga en frest­ur­inn til máls­höfðunar renn­ur út núna á miðviku­dag.

„Það er búið að vera ótrú­legt að fylgj­ast með fram­vindu mála. Við höf­um ham­ast við að kanna mögu­leg­ar varn­ir Íslands vegna beit­ing­ar hryðju­verka­lag­anna í þrjá mánuði og það hef­ur komið aft­ur og aft­ur á dag­inn að ís­lenska stjórn­kerfið virðist ekki hafa verið í stakk búið til þess að tak­ast á við þetta. Það er eins og eng­inn þori að taka af skarið,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son skipu­lags­hag­fræðing­ur.

Hann seg­ir skila­nefnd Kaupþings vera búna að fá fjár­veit­ingu frá rík­inu til máls­höfðunar. „Við höf­um fengið þau svör að menn séu að hugsa um hvað gera eigi. End­an­leg ákvörðun er sögð vera hjá rík­inu enda starfi skila­nefnd í umboði þess.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka