Umboð til að verja auðlindir

Vel var mætt á fundinn í Valhöll og setið í …
Vel var mætt á fundinn í Valhöll og setið í tveimur sölum. mbl.is/Árni Sæberg

„Svar mitt við spurn­ing­unni um umboðið frá lands­fundi er skýrt og ein­falt. Lands­fund­ur á að fela for­ystu­mön­um flokks­ins að standa vörð um ótví­ræð og af­drátt­ar­laus yf­ir­ráð yfir auðlind­um okk­ar, hvort sem er í orði eða á borði," sagði Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins á fundi auðlinda­hóps Evr­ópu­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll í dag. Styrm­ir var þar fram­sögumaður auk Bjarna Bene­dikts­son­ar þing­manns, sem tók fyrst­ur til máls. ,,Þótt ein­ung­is væri um að ræða form­leg yf­ir­ráð Brüs­sel yfir auðlind­um okk­ar, get­um við ekki fall­ist á slíkt fyr­ir­komu­lag," sagði Styrm­ir.

Hann kvað Sjálf­stæðis­flokk­inn alltaf hafa staðið vörð um lýðræðið. Í þessu máli eigi lýðræðið að fá að tala beint á vett­vangi flokks­ins og vel geti komið til greina að efna til at­kvæðagreiðslu meðal allra flokks­bund­inna Sjálf­stæðismanna um það. ,,Við þann dóm­ara yrði ekki hægt að deila á vett­vangi flokks­ins. Niðurstaðan ætti að geta legið fyr­ir í vor eða upp­hafi sum­ars."

Þá sagði Styrm­ir að flokk­ur­inn ætti að gera hið beina lýðræði að bar­áttu­máli sínu og beita sér fyrri vandaðri lög­gjöf um það. Slíka lög­gjöf sagði Styrm­ir nauðsyn­leg­an und­an­fara at­kvæðagreiðslunn­ar um ESB.
Einnig lagði Styrm­ir til að lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins feli for­ystu­mönn­um að beita sér fyr­ir þver­póli­tísku sam­starfi þar sem all­ir kost­ir í gjald­miðils­mál­um séu tekn­ir til skoðunar. Sú könn­un geti haf­ist þegar á þess­um vetri og yrði stórt skref til mála­miðlun­ar við Sam­fylk­ing­una, aðra flokka og fleiri aðila, en um leið virði flokks­for­yst­an þann grund­völl sem hún fékk umboð sitt á.

Þá sagði hann frá­leitt að kjósa um aðild að ESB og kjósa til Alþing­is á sama tíma. ,,Í næstu Alþing­is­kosn­ing­um fer fram póli­tískt upp­gjör um banka­hrunið. Hið póli­tíska upp­gjör um banka­hrunið get­ur ekki farið fram fyrr en niður­stöður [úr rann­sókn á aðdrag­ana þess] liggja fyr­ir, en þá á það líka að fara fram," sagði Styrm­ir. Niður­stöður fyrr­nefndr­ar skoðunar á gjald­miðils­kost­um geti legið fyr­ir á sama tíma og niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar á banka­hrun­inu.

Styrm­ir kallaði líka eft­ir meiri heiðarleika Evr­ópu­sam­bands­sinna í umræðunni. ,,Það er al­veg ljóst að aðild þýðir að við af­söl­um okk­ur þó ekki væri nema form­leg­um yf­ir­ráðum yfir fiski­miðunum við Ísland. Þeir sem halda öðru fram eru að blekkja fólk. Það er heiðarlegra  að segja sem svo að aðrir hags­mun­ir af því að ganga í ESB vegi þyngra. Þetta mál snýst fyrst og fremst um það hvort Íslend­ing­ar halda yf­ir­ráðum yfir þeim auðlind­um sem þeir hafa bar­ist fyr­ir á síðustu ára­tug­um, eða ekki."

Styrm­ir fékk all­nokkr­ar spurn­ing­ar úr sal, líkt og Bjarni Bene­dikts­son, enda var mjög vel mætt á fund­inn, hús­fyll­ir í Val­höll og gott bet­ur. Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir þingmaður spurði Styrmi út í hætt­una á því að til yrði ann­ar hægri­flokk­ur í ís­lensk­um stjórn­mál­um, sem byggði stefnu sína á sömu gild­um og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, en með aðrar áhersl­ur í Evr­ópu­mál­um. ,,Staða Sjálf­stæðis­flokks­ins í ís­lenskri póli­tík hef­ur ekki byggst á því að hann láti und­an þrýst­ingi frá öðrum, held­ur á því að hann hafi markað sína stefnu og fylgt henni fram," svaraði Styrm­ir. Það ætti flokk­ur­inn að gera í mál­efn­um Evr­ópu­sam­bands­ins nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka