Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigubjargar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist í yfirlýsingu hafa komið þeim skilaboðum til Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur frá Stokkhólmi að nálgast ræðu sína á Háskólabíósfundinum í gær af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.

Sigurbjörg sagði í upphafi ávarps síns á fundinum í Háskólabíói í gærkvöldi, að hún hefði fengið skilaboð frá ónefndum ráðherra um hún ætti að tala varlega á fundinum. Leitt var að því líkum, að Sigurbjörg væri að vísa til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, en Guðlaugur Þór neitaði því í samtölum við fréttamenn.

Nú undir kvöld barst eftirfarandi yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu, sem dvelst nú í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún gengst undir geislameðferð:

„Í tilefni af ummælum Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings á fundi í Háskólabíói í gærkvöldi vil ég koma eftirgreindu á framfæri:

Góð vinátta hefur verið á milli okkar Sigurbjargar um árabil þar sem við höfum metið mál og skipst á heilræðum eins og vinir gera. Í krafti þeirrar vináttu vildi ég ráða henni heilt og kom þeim skilaboðum til hennar héðan frá Stokkhólmi að nálgast ræðu sína á Háskólabíósfundinum af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.

Ég er sannfærð um að Sigurbjörg veit að þetta voru ráð af góðum huga gefin og mér þykir leitt að lagt hafi verið út af þeim eins og um ógnandi tilmæli frá ráðherra væri að ræða."

Stokkhólmi 13. janúar 2009

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka