Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur húðflúrað börn undir lögaldri á Ísafirði, segir að það sé rangt, sem kom fram á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta í gær, að einstaklingar undir lögaldri hefðu verið húðflúraðir án samþykkis foreldra þeirra eða forráðamanna.
Sindri Sigrúnarson segist hafa húðflúrað fimm einstaklinga, sem hafi verið með skriflegt leyfi frá foreldrum og forráðamönnum sínum.
Hann sé aftur á móti ekki með starfsleyfi fyrir húðflúrunartækjunum og þess vegna gerði lögreglan þau upptæk en Sindri stefnir að því að útvega sér öll tilskilin leyfi, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.