Uppsagnir hjá Landhelgisgæslunni

Skógarhlíð 14 þar sem Landhelgisgæslan er til húsa.
Skógarhlíð 14 þar sem Landhelgisgæslan er til húsa. mbl.is

Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands verður sagt upp um næstu mánaðarmót. Yfirtrúnaðarmaður Gæslunnar staðfesti það við mbl.is. Fundur með stjórnendum Gæslunnar og trúnaðarmönnum fer fram um miðjan dag á morgun.

Sigurður Ásgrímsson, yfirtrúnaðarmaður hjá Gæslunni, segir að sér sé kunnugt um uppsagnirnar, en getur ekki sagt til um hversu margar þær verði. Í bréfi sem Sigurður fékk sent vegna málsins kemur fram að þær verði á milli tuttugu og þrjátíu. Hann segir alla trúnaðarmenn hafa verið boðaða á fund á morgun og telur það merki um að uppsagnirnar nái yfir mörg svið Gæslunnar.

Fjárhagsvandræði hafa plagað Gæsluna undanfarin misseri. Leiga á tveimur þyrlum vegur þar þungt enda hefur leiguverðið hækkað mikið vegna gengisbreytinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka