Hydroxycut keyrir kerfið upp

Óvenjumargir sem leitað hafa á hjartadeild Landspítala á undanförnum mánuðum með hjartsláttartruflanir notuðu fæðubótarefnið Hydroxycut. Að sögn yfirlæknis deildarinnar hefur þetta vakið athygli en ekki er vitað um orsakasamband. Matvæla- og næringarfræðingur segir efnið beinlínis hættulegt en umboðsaðili efnisins segir það rangt, ekkert í Hydroxycut geti valdi hjartakvillum.

Hydroxycut er eitt vinsælasta fitubrennsluefni í heiminum og sala þess hér á landi hefur verið stigvaxandi með hverju árinu. Á vefsvæði umboðsaðila efnisins segir að Hydroxycut auki hitastig líkamans og örvi þannig grunnbrennslu hans. Viðkomandi brenni þannig fitu allan daginn en ekki aðeins meðan á æfingum stendur.

„Við höfum fengið sjúklinga sem sagst hafa notað efnið. Við höfum því velt fyrir okkur hvort það skipti máli í sambandi við þeirra einkenni,“ segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartalækningadeild LSH. Hann tekur fram að fjölgun tilvika geti einnig verið tilviljun. „En okkur finnst ástæða til að halda utan um þetta og höfum hugsað okkur að skoða þetta frekar.“

Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur, segir efni í Hydroxycut sem hafi áhrif á hjartað. „Það sem þessi efni gera er að auka brennslu. En það er ekki hægt að brenna hraðar nema keyra kerfið upp. Viðkomandi eykur hjartslátt til að auka brennslu.“ Hún segir efnið beinlínis hættulegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka