Vilja útrýma Palestínumönnum

00:00
00:00

Palestínu­menn á Íslandi fylgj­ast hrædd­ir og sár­ir með at­b­urðum á Gaza. Amal Tamimi seg­ir samlanda sína hitt­ast reglu­lega á vett­vangi fé­lags­ins Ísland Palestína og taka þátt í þeim mót­mælaaðgerðum sem fé­lagið skipu­legg­ur. Eng­inn Palestínumaður á Íslandi hef­ur búið í Gaza­borg en flest­ir þekkja ein­hverja sem þar eru.

Amal seg­ist fylgj­ast grannt með ar­ab­ísku sjón­varpi , bæði Al Jazeera og eins Al Man­ar, stöð Hiz­bollah hreyf­ing­ar­inn­ar til að fá nýj­ustu frétt­ir af at­b­urðum í heima­land­inu.

Amal seg­ir að það sé fá­rán­legt sé ekki hægt að bera sam­an Ham­as og Ísra­el. Tólf hafi fallið fyr­ir Ham­as en meira en fjór­tán hundruð fyr­ir Ísra­els­mönn­um. Fólk verði að gera sér fyr­ir því að Ham­as séu lýðræðis­lega kjör­in stjórn­völd í Palestínu. Ísra­els­menn verði að draga sig í hlé til að sjúkra­flutn­inga­fólk og lækn­ar geti farið ferða sinna. Það séu mörg dæmi um fólk sem sé lif­andi í hús­a­rúst­um en það sé ekki hægt að koma til þeirra aðstoð.

Hún seg­ist óska þess að vest­ræn ríki slíti stjórn­mála­sam­bandi við Ísra­el auk þess að for­dæma það sem þar er að ger­ast.   Það sé þó varla við því að bú­ast þegar ar­ab­a­rík­in sjálf þori ekki að lyfta fingri vegna áhrifa­valds Banda­ríkj­anna.  Ísra­el­ar séu að fremja stríðsglæpi og þá verði að stöðva. Eng­inn þori þó að tala um stríðsglæpi á Vest­ur­lönd­um. Fyr­ir Ísra­els­mönn­um vaki hins­veg­ar að út­rýma Palestínu­mönn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert