Kryddlegin Baugshjörtu

Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson

Ein­ar Má Guðmunds­son skrif­ar grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hann fjall­ar um mót­mæl­in á gaml­árs­dag þegar kapl­ar voru skorn­ir í sund­ur fyr­ir Hót­el Borg þar sem þátt­ur Stöv­ar 2 Kryddsíld var tek­inn upp.

„Áður en kapl­arn­ir voru skorn­ir í sund­ur vor­um við stödd í bíó­mynd eft­ir Luis Bunu­el. Hún fjallaði um yf­ir­stétt sem hef­ur ekki hug­mynd um heim­inn fyr­ir utan og held­ur bara áfram að skemmta sér og læt­ur sem ekk­ert hafi í skorist. Á gaml­árs­dag lék Sig­mund­ur Ern­ir aðal­hlut­verkið í þess­ari mynd, sjálf­an sirk­us­stjóra valds­ins. Leik­stjór­inn var Ari Edwald en fram­leiðand­inn 365 eða rétt­ara sagt Baug­ur. Hand­ritið fór að vísu úr bönd­um og tök­ur klikkuðu.

Ef við lít­um á þetta í ör­lítið víðara sam­hengi blas­ir við sú staðreynd að á bak við all­an fjöl­breyti­leik­ann, sem nú­tím­inn hef­ur skreytt sig með á þessu sögu­skeiði frjáls­hyggj­unn­ar, hef­ur í raun búið ótrú­leg eins­leitni. Lýðræði fjöl­miðlanna hef­ur hreiðrað um sig í yf­ir­borðskennd­um lífs­stílsþátt­um og öll frjálsu skoðana­skipt­in verið merki­lega ófrjáls, eins og dæm­in sanna með ýms­um upp­ljóstr­un­um síðustu miss­era, þegar blaðamenn Baugs­miðlanna, ung­ir sem aldn­ir, reynd­ir sem óreynd­ir, hafa byrjað að flauta eða syngja, sem sé að segja frá reynslu sinni af rit­skoðun í þágu eig­end­anna. Fyr­ir nokkr­um árum, á sjálfu sögu­skeiði frjáls­hyggj­unn­ar, benti rit­höf­und­ur­inn Mil­an Kund­era á þetta en í dá­lítið öðru sam­hengi. Hann sagði: „Litlu varðar þótt í hinum ýmsu mál­gögn­um gæti mis­mun­andi hags­muna. Að baki þeim yf­ir­borðsmun rík­ir sami andi. Það næg­ir að fletta am­er­ísk­um og evr­ópsk­um viku­blöðum, til vinstri jafnt sem hægri, frá Time til Spieg­el. Öll boða þau sömu lífs­sýn sem spegl­ast í sama efn­is­yf­ir­liti, sömu dálk­um, sama blaðamennskusniði, sama orðaforða, stíl, smekk og gild­is­mati. Þetta sam­lyndi fjöl­miðla, falið á bak við póli­tíska fjöl­breytni, er andi okk­ar tíma.“ Mil­an Kund­era sagði skáld­sög­una and­hverfa þess­um anda. Hún tjá­ir önn­ur viðhorf en hand­haf­ar sann­leik­ans, hvort held­ur er um að ræða frétta­stof­ur fjöl­miðla eða stjórn­mála­menn. Verksvið skáld­sög­unn­ar er leit­in, sam­skipti mann­anna á bak við víg­orðin og tugg­urn­ar, gleðin sem rúm­ast ekki í frétta­yf­ir­lit­inu og sorg­in hand­an fyr­ir­sagn­ar­inn­ar. Það sem Mil­an Kund­era er líka að segja er að sjálf rit­skoðunin þarf ekki að fara fram með beinni skip­an eig­end­anna, ekki í boðhætti, held­ur er hún hluti af gild­is­mat­inu, and­rúmslot­inu, anda okk­ar tíma.

Kryddsíld­arþátt­ur­inn var ein­mitt gott dæmi þetta, um þenn­an anda, að allt sé eins og áður, með dúk­lögðum borðum, bjór, síld og þjón­ustu­stúlk­um, yf­ir­borðskennd­um spurn­ing­um og ut­anaðbókarlærðum svör­um. Það á bara að velta krepp­unni yfir á fólkið í land­inu og halda par­tí­inu áfram eins og ekk­ert hafi ískorist. Allt sem rík­is­stjórn­in ger­ir lýs­ir svo vel hverj­ir hafa haldið um valdataum­ana, hverj­ir halda um valdataum­ana og hverj­ir ætla sér að halda um valdataum­ana. Íslensk­ur al­menn­ing­ur á að hreinsa upp eft­ir þetta lið í marg­ar kyn­slóðir og það ætl­ar að halda áfram að stjórna okk­ur. Það er búið að skuld­setja okk­ur út á kald­an klaka, veðsetja okk­ur inn í framtíðina og þegar við mót­mæl­um fáum við á okk­ur skríls­stimp­il og jafn­vel fabúl­er­ing­ar um klæðaburð frá ut­an­rík­is­ráðherr­an­um við dúk­lagt borð Kryddsíld­ar­inn­ar. Það á ekki að bæta tjónið með því að sækja það til þeirra sem ollu því held­ur á að velta því yfir á okk­ur, á al­menn­ing, enn einu sinni. Þeir sem kveiktu í hús­inu ætla að beina at­hygl­inni að ung­lingn­um sem hrækti á gang­stétt­ina. Auðstétt­in vill að öll andstaða sé brot­in á bak aft­ur með lög­reglukylf­um og gasi en neit­ar sjálf að axla alla ábyrgð. Um leið og auðstétt­in axl­ar sína ábyrgð, og rík­is­stjórn­in og eft­ir­lits­stofn­an­ir henn­ar, þá hætta þessi mót­mæli sjálf­krafa. Ef Ari Edwald og Sig­mund­ur Ern­ir segja yf­ir­boðurum sín­um að axla ábyrgð þá geta þeir hámað í sig eins mikla síld og þeir geta í sig látið. Lög­regl­an ætti frek­ar að taka upp kylf­urn­ar og flengja rík­is­stjórn­ina, auðstétt­ina og handlang­ara henn­ar á fjöl­miðlun­um. Ég held að lög­regluþjón­arn­ir eigi meiri sam­leið með okk­ur sem mót­mæl­um en auðstétt­inni sem líka hef­ur veðsett börn­in þeirra, skrif­ar Ein­ar Már Guðmunds­son.

Grein­ina í heild er að finna í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert